6. nóv. 2008

Forvarnadagurinn

Árlegur forvarnadagur í skólum landsins var fimmtudaginn 6. nóvember. Nemendur Garðaskóla hafa undirbúið daginn vel og segja má að öll vikan hafi verið þar sannkölluð forvarnavika.
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegur forvarnadagur í skólum landsins var fimmtudaginn 6. nóvember. Nemendur Garðaskóla hafa undirbúið daginn vel og segja má að öll vikan hafi verið þar sannkölluð forvarnavika.

Nemendur 10. bekkja hafa undanfarnar tvær viku unnið að kennsluefni um forvarnir í lífsleiknitímum.Í þessari viku kenndu þeir síðan 8.bekkjum skólans með kennsluefninu sem þeir sömdu sjálfir. Undirbúningur 10. bekkinganna var afar vandaður og á meðfylgjandi mynd sjást nokkrir þeirra flytja einum 8. bekkjanna efnið.

Níundu bekkingar fengu forvarnaverkefni,sem unnið hefur verið sérstaklega fyrir árganginn í lífsleiknitímum vikunnar.

Það var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sem átti hugmyndina að deginum og aðstandendur auk hans eru Bandalag Íslenskra skáta og Íþróttasamband Íslands.

Sjá vef Garðaskóla, www.gardaskoli.is