5. nóv. 2008

Gagn og gaman í Garðaskóla

Gagn og gaman dagar voru í Garðaskóla í síðustu viku. Þá daga er kennslan með öðrum hætti en venjulega og nemendur fá að kynnast ýmsu sem er utan við hefðbundnar námsgreinar.
  • Séð yfir Garðabæ

Gagn og gaman dagar voru í Garðaskóla í síðustu viku. Þá daga er kennslan með öðrum hætti en venjulega og nemendur fá að kynnast ýmsu sem er utan við hefðbundnar námsgreinar.

Nemendur fengu að velja sér hópa en hver hópur hafði tiltekið viðfangsefni. Hóparnir höfðu heitin:

• Kvikmyndir
• Villibráð
• Sprell og Sport
• Skálaferð 9. og 10 bekkur
• Leiklist
• Fönk og fegurð
• Boltafíklar
• Scrap book
• Lagasmíði

Einnig var starfandi fréttahópur en hluta af afrakstri hans er hægt að skoða á vefnum http://frettahopur2.blogcentral.is/.

Á vef Garðaskóla eru fjölmargar myndir frá Gagn og gaman dögum.