30. okt. 2008

HSG gefur endurskinsmerki

Hjálparsveit skáta Garðabæ fór í síðustu viku í heimsókn í alla grunnskóla í Garðabæ og á Álftanesi
  • Séð yfir Garðabæ

Hjálparsveit skáta Garðabæ fór í síðustu viku í heimsókn í alla grunnskóla í Garðabæ og á Álftanesi. Tilgangur þessara heimsókna var að gefa öllum börnum í 1. til 3. bekk endurskinsmerki.

Með notkun endurskinsmerkja eykur hinn almenni vegfarandi öryggi sitt til muna. Dökkklæddur vegfarandi sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls ef hann er með endurskinsmerki.

Hjálparsveitin heimsótti Álftanesskóla, Sjálandsskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, Flataskóla og Hofsstaðaskóla.