24. okt. 2008

"Hvergi betra að búa"

Fæst ofbeldisbrot og eignaspjöll eiga sér stað í Garðabæ þegar horft er á höfuðborgarsvæðið eftir hverfum og bæjarfélögum. Almennt er ástand löggæslumála mjög gott í bænum
  • Séð yfir Garðabæ

Fæst ofbeldisbrot og eignaspjöll eiga sér stað í Garðabæ þegar horft er á allt höfuðborgarsvæðið eftir hverfum og bæjarfélögum. Almennt er ástand löggæslumála mjög gott í bænum og afbrot fá.

"Það er hvergi betra að búa en í Garðabæ", sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins þegar rýnt var í tölfræði um afbrot á höfuborgarsvæðinu á fundi lögreglustjórans og samstarfsmanna hans með bæjarstjóra og forstöðumönnum hjá Garðabæ, sem haldinn var 23. október.

Afbrotum fækkar

Afbrotum í Garðabæ fækkaði í heild um 19%  á árunum 2005 til 2007. Ofbeldisbrotum fækkaði umtalsvert og eru þau nú hvergi færri á höfuðborgarsvæðinu. Einnig fækkaði auðgunarbrotum, en undir þann flokk falla m.a. innbrot og þjófnaðir, svo og eignaspjöllum.

Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að heilt yfir sé staða mála í Garðabæ mjög góð og að Garðabær standi mjög vel samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Valgarður Valgarðsson, svæðisstjóri á hverfisstöðinni í Garðabæ fór yfir tölfræði um fjölda afbrota í Garðabæ á fundinum. Kynning hans er aðgengileg hér en myndin hér fyrir neðan er úr kynningunni.

Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 1000 íbúa