22. okt. 2008

50 ára afmæli Flataskóla

Fimmtíu ára afmæli Flataskóla var fagnað með afmælishátíð í sal skólans föstudaginn 17. október sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtíu ára afmæli Flataskóla var fagnað með afmælishátíð í sal skólans föstudaginn 17. október sl. Allir nemendur og starfsfólk komu saman, sungu afmælissöng og gæddu sér á afmælisköku.

Afmæliskökuna höfðu starfsmenn skólans bakað og skreytt. Kakan var 8 metra löng og í hana fóru: 10 kg. hveiti, 40 tesk. lyftidufti, 20 tesk. matarsóda, 40 tesk. salti, 8 kg. sykri, 160 msk. kakói, 5 kg. smjörlíki, 20 l. mjólk og 80 egg. 

Ýmsir fleiri viðburðir verða í tilefni afmælisins á skólaárinu og mun afmælisárinu ljúka með sýningu og vorhátíð 6. júní 2009. Þá verður öllum nemendum núverandi og fyrrverandi, foreldrum og bæjarbúum boðið að heimsækja skólann.

Dagskrá afmælisársins og fleiri myndir frá afmælishátíðinni eru á vef Flataskóla, www.flataskoli.is