10. okt. 2008

Erna kvödd við starfslok

Erna Aradóttir fyrrverandi leikskólastjóri á Bæjarbóli var kvödd með kaffisamsæti á bæjarskrifstofunum í vikunni
  • Séð yfir Garðabæ

Erna Aradóttir fyrrverandi leikskólastjóri á Bæjarbóli var kvödd með kaffisamsæti á bæjarskrifstofunum í vikunni.

Erna starfaði sem leikskólastjóri á Bæjarbóli frá árinu 1976 og hefur því tekið þátt í þróun og mótun leikskólastarfs í Garðabæ í meira en 20 ár. Erna er ekki aðeins öflugur stjórnandi heldur er hún einnig liðtæk á gítarinn og hefur átt drjúgan þátt í uppeldi fjölmargra Garðbæinga í gegnum árin. 

Í kveðjuhófinu þakkaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri Ernu fyrir góð og farsæl störf í þágu bæjarins og undir það tóku samstarfskonur hennar af öðrum leikskólum Garðabæjar.

Nýr leikskólastjóri Bæjarbóls er Kristín Sigurbergsdóttir sem gegndi áður starfi aðstoðarleikskólastjóra.