30. sep. 2008

Kammermúsík í Garðabæ

Laugardaginn 27. september sl. hófst tónleikahátíð undir heitinu Kammermúsík í Garðabæ. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Gerrit Schuil píanóleikari komu fram á tónleikum í Kirkjuhvoli
  • Séð yfir Garðabæ

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur fyrir klassískri tónleikaröð haustið 2008 og vorið 2009 í Kirkjuhvoli (safnaðarheimili Vídalínskirkju) í Garðabæ.  Tónleikahátíðin hófst laugardaginn 27. september sl. undir heitinu Kammermúsík í Garðabæ. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Gerrit Schuil píanóleikari héldu tónleika í Kirkjuhvoli.

Áhorfendur nutu þess að hlusta á fagra tóna í Kirkjuhvoli og m.a. voru flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson,  Schumann, Mozart, Bellini, Verdi, Puccini og Gerschwin. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er píanóleikarinn Gerrit Schuil. Samtals eru þetta sex tónleikar sem dreifast jafnt um haustið og vorið.  Gerrit Schuil hefur fengið til liðs við sig úrvalslið tónlistarfólks sem kemur fram á tónleikunum.

Næstu tónleikar verða haldnir laugardaginn 25. október kl. 17 og þá flytur hinn ungi tenór Eyjólfur Eyjólfsson ljóðasöngstónlist/verk eftir Beethoven, Schubert og Reynaldo Hahn.

Sjá nánar um dagskrá hátíðarinnar í dagbókinni hér á heimasíðu Garðabæjar.