24. sep. 2008

Bílastæði á Garðatorgi

Vegna framkvæmda við nýjan miðbæ er viðskiptamönnum bent á fjölmörg bílastæði við Garðatorg
  • Séð yfir Garðabæ

Skóflustunga að nýju Garðatorgi var tekin þann 11. september sl. Vegna framkvæmda við torgið er íbúum og viðskiptamönnum bent á að fjölmörg bílastæði eru einnig vestan og austan megin við Garðatorg. Ökumenn eru einnig beðnir um að virða sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða.


Kort af bílastæðum við Garðatorg (pdf-skjal)

Nýtt Garðatorg er annar áfangi í uppbyggingu á miðbæjarsvæði Garðabæjar og er það fasteignaþróunarfélagið Klasi hf. sem vinnur að uppbyggingunni  í samvinnu við Garðabæ.  Við torgið verða verslanir, þjónustufyrirtæki, menningarlíf og íbúðir. Framkvæmdum við torgið lýkur á árinu 2010.  Sjá nánar í frétt hér á heimasíðunni.