12. sep. 2008

Dale Carnegie fyrir unglinga

Garðabær og Dale Carnegie halda í vetur námskeið fyrir unglinga fædda 1993 og 1994. Næsta námskeið byrjar mánudaginn 22. september
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær og Dale Carnegie halda í vetur námskeið fyrir unglinga fædda 1993 og 1994. Næsta námskeið byrjar mánudaginn 22. september og verður alla mánudaga kl.17:30-21:30 í 10 skipti. Kynningarfundur um námskeiðið verður mánudaginn 15.september kl. 20 í Garðalundi. Jón Halldórsson mun sjá um kynningarfundinn.

Byggist upp á hvatningu og hrósi

Námskeiðið hefur það markmið að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og metnað. Þjálfunin byggist upp á hvatningu, hrósi og jákvæðni því með réttu viðhorfi erum við tilbúin til þess að ná árangri. Á námskeiðinu öðlast þáttakendur þekkingu sem þeir geta notað í raunverulegum aðstæðum í lífinu og nýtt sér til þess að ná árangri. Öll þjálfun hjá Dale Carnegie byggir á virkri þátttöku í stað fyrirlestra. Þátttakendur taka mikinn þátt og leysa skemmtileg og krefjandi verkefni.

Leiðtogaverðlaun Dale Carnegie

Þetta er annar veturinn sem Garðabær býður unglingum í Garðabæ að taka þátt í Dale Carnegie námskeiði. Námskeiðið mæltist afar vel fyrir í fyrra, bæði hjá þátttakendum og foreldrum. Dale Carnegie á Íslandi veitti Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra þá leiðtogaverðlaun vegna frumkvæðis hans við að bjóða ungmennum upp á námskeiðið.