10. sep. 2008

Stjórnendur á skólabekk

Á komandi vetri munu stjórnendur hjá Garðabæ taka þátt í stjórnendanámi á vegum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.
  • Séð yfir Garðabæ

Á komandi vetri munu stjórnendur hjá Garðabæ taka þátt í stjórnendanámi á vegum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.

Námið hófst formlega með kynningu í Garðabergi föstudaginn 5. september síðastliðinn, þar sem fulltrúar Garðabæjar og HR fóru yfir inntak og skipulag námsins. Hópurinn var einnig látinn leysa nokkur verkefni undir stjórn Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Opna háskólans í því skyni að þjappa honum betur saman. Námið mun skiptast í fjórar lotur, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót.

Miklar vonir eru bundnar við námið sem er liður í að efla og styrkja stjórnun stofnana Garðabæjar.