Hausthátíð starfsmanna heppnaðist vel
Fimmtudaginn 28. ágúst sl. ríkti mikill keppnisandi í stofnunum Garðabæjar en þá var blásið til mikillar hausthátíðar meðal starfsmanna.
Hausthátíðin fór fram í íþróttahúsinu Mýrinni og keppt var í fjölda greina s.s. Boccia, skutlukeppni, Lego-kubbakeppni, hjólböruboðhlaupi, pílukastkeppni o.fl.
Starfsmenn komu vel undirbúnir til leiks, bæði keppendur sem og klapplið. Klappliðin kepptust við að standa sig vel enda voru sérstök verðlaun veitt fyrir besta klappliðið sem að þessu sinni kom frá leikskólanum Hæðarbóli. Einnig voru veitt verðlaun fyrir einstaka keppnisgreinar og þar var keppt um gullmola. Gullmolarnir dreifðust nokkuð jafnt á milli stofnana en lið Hofsstaðaskóla stóð upp úr sem sigurvegari þegar öll stigin voru talin saman. Slagorð liðsins var Gott silfur gulli betra.
Á heimasíðu Hofsstaðaskóla, www.hofsstadaskoli.is, má sjá skemmtilega frétt um hátíðina og myndir.