29. ágú. 2008

Líf og fjör í þjónustuverinu

Það var líf og fjör í nýju þjónustuveri Garðabæjar í gær, þegar Garðbæingar og aðrir viðskiptavinir voru boðnir á opið hús
  • Séð yfir Garðabæ

Það var líf og fjör í nýju þjónustuveri Garðabæjar í gær, þegar Garðbæingar og aðrir viðskiptavinir voru boðnir á opið hús. Talsverður fjöldi gesta kom í þjónustuverið, ræddi við starfsmenn þess og þáði veitingar.

Boðið var upp á kaffi og kökur og ís handa börnunum. Klukkan 17 tróð ung söngkona frá Tónlistarskólanum upp á torginu og hreif gesti og gangandi.

Í þjónustuverinu fer fram símsvörun og öll almenn afgreiðsla við viðskiptavini bæjarins. Þjónustuverið starfar í takt við ný samþykkta þjónustustefnu bæjarins þar sem áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu og ánægju viðskiptavina.

Þjónustuverið er opið kl. 8-16 mánudaga til miðvikudaga, kl. 8-18 á fimmtudögum og kl. 8-14 á föstudögum.