22. ágú. 2008

Reykjanesbraut lokuð

Laugardaginn 23. ágúst kl. 05.00-11.30 verður Reykjanesbraut lokuð milli Hagasmára og Arnarnesvegar.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 23. ágúst kl. 05.00-11.30 verður Reykjanesbraut lokuð milli Hagasmára og Arnarnesvegar. Hagasmári er í brekkunni fyrir ofan Smáralind. Þar er EGO bensínstöð og Lyfjaval bílaapótek. Arnarnesvegur er efst á hæðinni við umferðarljósin.
 
Hjáleið er um Fífuhvammsveg, Smárahvammsveg, Hagasmára, Hæðarsmára og Arnarnesveg. Vegfarendur eiga val um nokkrar leiðir þarna í gegn eftir þessum götum.
Þarna er auðratað fyrir þá sem hafa komið í Smáralind.
 
Menn verða á staðnum sem leiðbeina vegfarendum og hleypa í gegn forgangsbílum.
 
Meðan brautin er lokuð verður steypt brú yfir Reykjanesbraut og brautin grafin í sundur vegna viðgerða á lögnum.

Skrauta ehf. sér um steypuframkvæmdir og Suðurverk hf. um jarðvinnu.

Vegagerðin stendur fyrir þessum framkvæmdum.