13. ágú. 2008

Námsmannakort í strætó

Framhalds- og háskólanemum í Garðabæ gefst kostur á að kaupa strætókort fyrir veturinn á 3.100 krónur. Hægt verður að sækja um kort á vef strætó frá næstu helgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Framhalds- og háskólanemum í Garðabæ gefst kostur á að kaupa strætókort fyrir veturinn á 3.100 krónur.Hægt verður að sækja um kort á vef Strætó frá næstu helgi.

Til að sækja um kortið þarf að fara inn á umóknarsíðu á vef Strætó bs., www.straeto.is, sem verður opnuð um næstu helgi. Þar skráir námsmaðurinn kennitöluna sína og fær eftir það lykilorð sent í heimabankann sinn.

Þegar lykilorðið er komið er hægt að skrá sig inn með því, setja inn upplýsingar og senda mynd með. Um það bil víku síðar er hægt að sækja kortið í þjónustuver Garðabæjar þar sem greiða þarf fyrir það 3.100 krónur.

Hægt er að hringja í þjónustuverið í síma 525 8500 til að kanna hvort kortið sé komið.

Í Garðapóstinum 14. ágúst er viðtal við Gunnar Einarsson bæjarstjóra um námsmannakortin og þá leið sem Garðabær hefur valið að fara með þau.

Viðtalið er aðgengilegt hér í PDF-formi.