8. ágú. 2008

Sumarlestrinum að ljúka

Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar fer að ljúka. Starfsfólk Bókasafnsins minnir börnin sem tóku þátt á að nauðsynlegt er að skila lestrardagbókinni eða fjölda lesinna blaðsíðna til bókasafnsins í síðasta lagi miðvikudaginn 13. ágúst.
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar fer að ljúka. Starfsfólk Bókasafnsins minnir börnin sem tóku þátt á að nauðsynlegt er að skila  lestrardagbókinni eða fjölda lesinna blaðsíðna til bókasafnsins í síðasta lagi miðvikudaginn 13. ágúst. 

Þeir sem skila inn fá viðurkenningarskjal og verða með í happdrættispotti sem dregið verður úr á lokahátíðinni föstudaginn 15. ágúst, kl. 11:00.  Þá verður þeim sem lásu mest í sínum árgangi afhent bókaverðlaun. 

Vonandi sjá sem flestir þátttakendur sumarlestursins sér fært að mæta  á lokahátíðina.