1. ágú. 2008

Niðurstöður útivistarkönnunar

Niðurstöður könnunar á viðhorfum fólks til útivistarsvæða í Garðabæ og á notkun þeirra liggja nú fyrir í skýrslu sem er aðgengileg á vef Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Niðurstöður könnunar á viðhorfum fólks til útivistarsvæða í Garðabæ og  á notkun þeirra liggja nú fyrir í skýrslu sem er aðgengileg á vef Garðabæjar undir umhverfismál.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að Garðbæingar þekkja útivistarsvæðin í landi bæjarins misvel of að fáir átta sig á hversu víðfem útivistarsvæðin í bæjarlandinu eru. Könnunin náði til 15 útivistarsvæða. Vífilsstaðavatn og Vífilsstaðalækur skáru síg úr að því leyti að flestir þekkja til þeirra svæða. Um helmingur  þekkti til Gálgahrauns og Urriðavatns en aðeins um 30% til Búrfellsgjár.

Tæplega 60% þátttakenda höfðu komið 12 sinnum eða oftar í Heiðmörk og tæplega 50% að Vífilsstaðavatni. Hinsvegar höfðu 60-70% þeirra aldrei komið að Urriðavatni og á Búrfellssvæðið svo dæmi séu tekin.

Rannsóknin var framkvæmd af Hornsteinum, arkitektum og alls tóku 505 manns þátt í henni.

Niðurstöðuskýrslan.