31. júl. 2008

Heitt í Garðabæ

Það var hiti í Garðbæingum sem öðrum landsmönnum miðvikudaginn 30. júlí 2008
  • Séð yfir Garðabæ

Það var hiti í Garðbæingum sem öðrum landsmönnum miðvikudaginn 30. júlí 2008. Hitamet voru slegin víða um land.

Í Garðabæ fór hitamælirinn á Garðatorgi upp í 27 gráður síðdegis og hlýtur það að teljast til tíðinda. Hæsti hiti sem mælst hefur á veðurstöð í Garðabæ er 26,3 gráður árið 2004  en þá tölu sýndi veðurstöðin við Vífilsstaðaveg sem nú hefur verið fjarlægð.