Tímamót og tækifæri
Garðabær bauð þeim starfsmönnum sínum sem hafa náð 65 ára aldri á tveggja daga námskeið dagana 25. og 26. apríl. Námskeiðið heitir Tímamót og tækifæri og á því var fræðst um ýmis atriði sem mikilvægt er að huga að þegar starfslok nálgast. Meðal annars var rætt um réttindamál, félagslega stöðu, samskipti, áhugamál, hreyfingu, svefn, neysluvenjur og almenna heilsu.
Fyrirtækið Auðnast sá um skipulagningu námskeiðsins með þær Hrefnu Hugósdóttir og Ragnhildi Bjarkadóttur í fararbroddi.
Auk þeirra komu sérfræðingar á ýmsum sviðum og héldu erindi, þar á meðal voru sálfræðingur, öldrunarlæknir og sérfræðingar frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga.
Á námskeiðinu voru 32 einstaklingar sem höfðu starfað samtals í hvorki meira né minna en 545,3 ár hjá Garðabæ.