13. jún. 2008

Spurt um þjónustu bæjarins

Capacent Gallup er þessa dagana að framkvæma skoðanakönnun fyrir Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrirtækið Capacent Gallup er þessa dagana að leggja spurningakönnun fyrir úrtak Garðbæinga þar sem þeir eru spurðir um ýmislegt varðandi þjónustu bæjarins.

Könnunin er að mestu leyti sambærileg við könnun sem lögð var fyrir vorið 2005. Svörin við könnuninni nýtast bæjarstjórn og starfsmönnum bæjarins vel við að laga þjónustuna að væntingum íbúa, styrkja það sem vel er gert og bæta það sem þarf að bæta. Það er því mikils virði að sem flestir, af þeim sem lenda í úrtakinu, gefi sér tíma til að svara.

Niðurstöður könnunarinnar frá 2005 eru aðgengilegar á vef Garðabæjar

/Stjornsysla/gallup-konnun-2005