10. jún. 2008

Gjöf til Hönnunarsafnsins

Nemendur Hofsstaðaskóla færðu Hönnunarsafni Íslands svokallaðan vinastól að göf í tilefni af 30 ára afmæli skólans
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni af 30 ára afmæli Hofsstaðaskóla færðu nemendur úr skólanum Hönnunarsafni Íslands svokallaðan vinastól að gjöf. Hugmyndina átti smíðakennari skólans Sædís S. Arndal.
Stólinn er búinn til úr tveimur gömlum nemendastólum og mdf afgöngum. Afgangarnir eru afsag af verkefnum nemenda við skólann. Þar sem Hofsstaðaskóli flaggar grænfána er við hæfi að nýta afganga sem annars hefðu farið í ruslið.

Guðjón Viðarsson, Hrannar Ingi Benediksson og Kári Þór Arnarsson 5. G.P. myndskreyttu stólinn á skemmtilegan hátt.

Á myndinni tekur Árdís Olgeirsdóttir, kynningarfulltrúi iðn- og listhönnunar við stólnum fyrir hönd Hönnunarsafns Íslands.