9. jún. 2008

Hlaupið í rigningunni

Um 3.500 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í Garðabæ á laugardaginn þrátt fyrir ausandi rigningu.
  • Séð yfir Garðabæ

Um 3.500 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í Garðabæ laugardaginn 7. júní og hlupu ýmist 2, 5 eða 10 kílómetra í ausandi rigningu. Hlaupið tókst afar vel og létu þátttakendur rigninguna ekki koma í veg fyrir góða stemmningu.

Hlaupið á 110 stöðum

Alls var hlaupið á um 110 stöðum í ár, þar af 90 stöðum á Íslandi. Sem fyrr var fjölmennasta hlaupið í Garðabæ en alls er talið að um 15.000 konur hafi tekið þátt í hlaupinu. 

Myndir á vef Sjóvá

Myndina tók Matthías Ægisson áhugaljósmyndari. Myndir hans og fjölmargar aðrar myndir úr Kvennhlaupinu 2008 eru á vef Sjóvá.