3. jún. 2008

Um 40 nýir sumarstarfsmenn

Verið er að ganga frá ráðningu um 40 ungmenna sem voru á biðlista eftir sumarstarfi
  • Séð yfir Garðabæ

Verið er að ganga frá ráðningu hátt í 40 nýrra sumarstarfsmanna þessa dagana en þeim var boðin vinna eftir að bæjarráð samþykkti um miðjan mánuðinn, 25 milljóna króna aukafjárveitingu til sumarstarfa ungmenna.

Öllum sem höfðu sótt um sumarstarf og voru á biðlista var sent bréf þar sem þeim var boðin vinna. Á fjórða tug ungmenna brást við bréfinu og munu þau hefja störf á næstu dögum. Áhersla verður lögð á ýmis umhverfisverkefni í tengslum við verkefnið, Garðabær, snyrtilegasti bærinn.