30. maí 2008

Ljóð ungra Garðbæinga gefin út

Þrír ungir Garðbæingar eiga ljóð í lóðabók með úrvali ljóða úr ljóðasamkeppni barna og ungmenna, sem kemur út í sumar.
  • Séð yfir Garðabæ

Þrír ungir Garðbæingar eiga ljóð í ljóðabók með úrvali ljóða úr ljóðasamkeppni barna og ungmenna, sem kemur út í sumar.

Ljóðaskamkeppnin, Ljóð unga fólksins, fór fram fyrr í vor og tóku mjög mörg börn af öllu landinu þátt. Dómnefndin valdi vinningsljóð úr eldri og yngri flokki og komu þau ekki úr Garðabænum að þessu sinni en einnig valdi hún úrval ljóða, u.þ.b. 60 ljóð, sem verða birt  í ljóðabók sem kemur út  í sumar.  Þar eiga þrír Garðbæingar ljóð. Þau eru Þóranna Gunný Gunnarsdóttir úr Hofsstaðaskóla og Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Sindri Engilbertsson sem bæði eru í Flataskóla. 

Það er Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum, sem stendur fyrir keppninni og skiptast bókasöfnin á að halda utan um hana hverju sinni. Í ár var það Amtsbókasafnið á Akureyri sem sá um keppnina. Fjölmörg börn úr Garðabæ sendu ljóð í keppnina.

Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar segir það afar góðan árangur að þrjú ljóð úr Garðabæ birtist í bókinni og óskar ungu ljóðahöfundunum til hamingju. Jafnframt er öllum hinum sem sendu ljóð þakkað kærlega fyrir þátttökuna.

Höfundar verðlaunaljóðanna fá ljóðabókina senda þegar hún kemur út.