22. maí 2008

Átján hvatningarstyrkir veittir

Átján hópar hlutu hvatningarstyrk í tilefni af vorhreinsun bæjarins
  • Séð yfir Garðabæ

Hreinsunardagarnir í vor tókust mjög vel að mati garðyrkjustjóra bæjarins og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Hópar eru enn að störfum og t.d. mun hópur íbúa við Strandveg vera við hreinsunarstörf nk. laugardag.

Alls fengu 18 hópar um hvatningarstyrk til góðra verka og notuðu margir tækifærið til að gera sér og nágrönnum sínum eða félögum glaðan dag.

Myndin er frá hverfishátíð í Hraunsholti sem haldin var laugardaginn 17. maí, þar sem nágrannar á öllum aldri skemmtu sér vel saman. Boðið var upp á hoppikastala, pylsur, svala og kandýflos. 

Hóparnir sem fengu styrk eru:

  • Sjálandsskóli, allir nemendur.
  • Starfsbraut fatlaðra í FG
  • Bindindisfélag FG
  • Hofsstaðaskóli, 5. bekkir
  • Skógræktarfélag Garðabæjar
  • Íbúar Arnaráss 9-11
  • Íbúar Arnaráss 13-19
  • Íbúar við Lynghæð
  • Íbúar í Hraunsholti
  • Garðaskóli
  • Kirkjuból, kisudeild
  • Íbúar í Kjarrmóum
  • Íbúar í Melási og "gamla Hraunsholti"
  • Flataskóli
  • Hestamannafélagið Andvari
  • Leikskólinn Sunnuhvoll
  • Íbúar við Hjálmakur
  • Fyrirtækið Héðinn við Stórás