29. apr. 2016

Jazzhátíð Garðabæjar haldin í ellefta sinn

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í ellefta skipti dagana 20.-23. apríl sl. Fernir kvöldtónleikar voru í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju en auk þess voru tónleikar að degi til laugardaginn 23. apríl í Jónshúsi og Haukshúsi. Fjölbreytt dagskrá var í boði og margir af bestu jazztónlistarmönnum landsins komu þar fram en einnig voru góðir gestir að utan sem spiluðu með heimamönnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í ellefta skipti dagana 20.-23. apríl sl.  Fernir kvöldtónleikar voru í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju en auk þess voru tónleikar að degi til laugardaginn 23. apríl í Jónshúsi og Haukshúsi.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og margir af bestu jazztónlistarmönnum landsins komu þar fram en einnig voru góðir gestir að utan sem spiluðu með heimamönnum. 

Undirþema hátíðarinnar í ár var heimstónlist og gestir gátu meðal annars hlýtt á brasilíska tóna og fjölbreytt lög ættuð frá Austur-Evrópu.   Hátíðin var vel sótt og aðgangur að henni var ókeypis.  Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að hátíðinni en auk þess hefur Íslandsbanki í Garðabæ stutt við hátíðina.  Sigurður Flosason tónlistarmaður  hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi.

Sjá einnig frétt frá 22. apríl.

Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá á fésbókarsíðu Garðabæjar.