23. jún. 2008

Garðbæingar taka til hendinni í vorhreinsun

Vorhreinsun bæjarins fer fram þessa vikuna. Þá leggjast allir bæjarbúar á eitt við að fegra og hreinsa lóðir sínar og nánasta umhverfi. Hópum gefst tækifæri til að taka þátt í vorhreinsuninni með því að taka að sér að hreinsa tiltekin svæði í sínu nærumhverfi og fá fyrir það styrk til að verðlauna hópinn á einhvern hátt.
  • Séð yfir Garðabæ
Vorhreinsun bæjarins fer fram þessa vikuna. Þá leggjast allir bæjarbúar á eitt við að fegra og hreinsa lóðir sínar og nánasta umhverfi. Hópum gefst tækifæri til að taka þátt í vorhreinsuninni með því að taka að sér að hreinsa tiltekin svæði í sínu nærumhverfi og fá fyrir það styrk til að verðlauna hópinn á einhvern hátt.

Einn af þeim hópum sem hafa sótt um styrk vegna góðra verka í ár eru nágrannar í Kjarrmóum sem hreinsuðu nærumhverfi sitt í brekkunni og í kringum tröppurnar að Vídalínskirkju ásamt göngustígnum í átt að Garðatorgi. Þar hreinsuðu þeir glerbrot og leifar eftir skotgleði gamlárskvöldsins. Hópurinn hreinsaði einnig gilið milli Kjarrmóanna og kirkjutrappnanna. 

Föstudaginn 2. maí verður hátíð á Garðatorgi og eru Garðbæingar hvattir til að láta sjá sig og fagna hreinni bæ. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur við undirleik tónlistarmanna úr Garðabæ.

Myndirnar eru frá vorhreinsun nágranna í Kjarrmóum.