20. jún. 2008

Skóladagatöl grunnskóla Garðabæjar 2008-2009

Skóladagatöl grunnskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2008-2009 hafa verið staðfest og eru nú aðgengileg á vefnum.
  • Séð yfir Garðabæ
Skóladagatöl grunnskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2008-2009 hafa verið staðfest og eru nú aðgengileg á vefnum.

Skólasetning er 22. ágúst og skólaslit eru 10. júní.

Skipulagsdagar verða:

  • 19. september
  • 24. október
  • 5. janúar
  • 9. júní  

Fimmta skipulagsdeginum ætla grunnskólarnir að dreifa utan kennslu yfir skólaárið eins og heimilt er samkvæmt kjarasamningum.

Vetrarleyfi er í skólunum 16.-20. febrúar sem þýðir að bæði nemendur og kennarar fá frí í heila viku.

Skóladagatölin eru á vefnum undir www.gardabaer.is/grunnskolar/skoladagatol-2008-2009