27. apr. 2016

Lundaból í hreinsunarátaki

Nemendur á Lundabóli taka virkan þátt í hreinsunarátaki vorsins og hafa tekið opið svæði í kringum leikskólann í fóstur
  • Séð yfir Garðabæ

Hreinsunarátak stendur nú yfir í Garðabæ en þá taka hópar sig saman um að hreinsa opin svæði í bænum og geta fengið styrk að launum. Að venju taka fjölmargir hópar þátt í átakinu enda má nú sjá svarta ruslapoka fulla af rusli víðsvegar um bæinn, bíðandi eftir því að starfsmenn þjónustumiðstöðvar hirði þá upp.

Nemendur á Lundabóli taka virkan þátt í hreinsunarátakinu. Þeir hafa tekið opna svæðið í kringum leikskólann í fóstur og ætla að leggja sitt af mörkum til að Garðabær verði snyrtilegasti bærinn.
Börnin eru þegar búin að fara eina ferð og hreinsa allt rusl sem þau fundu. Afraksturinn var nokkrir svartar ruslapokar sem verða hirtir á næstu dögum. Þau ætla síðan að fylgjast með þeim breytingum sem verða á svæðinu þegar allt er orðið hreint og fínt.

Hópurinn á Lundabóli sótti um styrk til átaksins til Garðabæjar og er ætlunin að slá upp grillveislu á góðum degi í maí.