Edda Sigurðardóttir ráðin skólastjóri Sjálandsskóla
Edda Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Sjálandsskóla.
Edda Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Sjálandsskóla.
Edda hefur kennarapróf B.Ed og masterspróf M.Ed í stjórnunarfræði menntastofnana.
Edda hefur verið aðstoðarskólastjóri Sjálandsskóla frá 2010 og hefur tvisvar verið starfandi skólastjóri, fyrst skólaárið 2011- 2012 og nú frá september 2015. Edda hefur á þessum tíma ýtt af stað breytingum og þróunarstarfi innan Sjálandsskóla með það að markmiði að gera starf skólans enn betra. Hún hefur skapað vettvang fyrir samstarf og framþróun á starfi skólans í samráði við meðstjórnendur og annað starfsfólk skólans.
Níu umsóknir bárust um starf skólastjóra Sjálandsskóla.