20. apr. 2016

Hátíðahöld á sumardaginn fyrsta

Hátíðahöld á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ eru í umsjá Skátafélagsins Vífils. Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13:00. Skrúðganga fer frá Vídalínskirkju kl. 13:45, ungir skátar úr Vífli leiða gönguna með fánaborg og blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar stýrir göngutakti og undirleik. Gengið er að Hofsstaðaskóla þar sem hátíðahöldin fara fram og standa fram eftir degi.
  • Séð yfir Garðabæ

Hátíðahöld á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ eru í umsjá Skátafélagsins Vífils.  Sumardagurinn fyrsti er um leið afmælisdagur félagsins, en félagið var stofnað á þessum degi árið 1967.

Skátamessa kl. 13 og skrúðganga kl. 13:45
Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13:00. Allir eru velkomnir en hér gefst tækifæri til að upplifa annars konar messu með hátíðlegu skátasniði.

Skrúðganga fer frá Vídalínskirkju kl. 13:45, ungir skátar úr Vífli leiða gönguna með fánaborg og blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar stýrir göngutakti og undirleik. Gengið er að Hofsstaðaskóla þar sem hátíðahöldin fara fram og standa fram eftir degi.

Hátíðardagskrá við Hofsstaðaskóla
Við Hofsstaðaskóla verður boðið upp á skemmtidagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, s.s. ýmis leiktæki, kassaklifur, veltibílinn. Sirkus Íslands skemmtir gestum á svæðinu og Garðalundur sýnir atriði úr söngleiknum Cry Baby. Hjálparsveit skáta í Garðabæ verður á staðnum með sýnishorn af búnaði sínum.

Auk þess verður hið víðfræga skátatertuboð í Hofsstaðaskóla þar sem fjölskyldan getur sest niður og gætt sér á dýrindis veitingum sem fjölskyldur skátanna hafa útbúið. Það ættu því allir að fara saddir og kátir heim eftir daginn.

Auglýsing (pdf-skjal)

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar