20. apr. 2016

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin 20.-23. apríl

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-23. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-23. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn.

Í ár fara allir kvöldtónleikar hátíðarinnar fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju en auk þess verða tónleikar að degi til í Jónshúsi og Haukshúsi á Álftanesi.

Tengsl jazz við heimstónslist

Dagskráin skartar fjölbreyttu úrvali íslenskra listamanna á ýmsum aldri og ólíkum stíltegundum jazztónlistar.  Sem fyrr er sérstök áhersla á listamenn sem tengjast Garðabæ en listamönnum alls ótengdum Garðabæ er einnig gert hátt undir höfði. Undirþema hátíðarinnar að þessu sinni eru tengsl jazz við heimstónlist en kvöldatriði hátíðarinnar á fimmtudegi, föstudegi og laugardegi eru öll af þeim toga.

Framtíðin hitar upp - tónleikar 20. apríl kl. 20:30

Ungir og efnilegir Garðbæingar hefja hátíðina að kvöldi til á síðasta vetrardegi miðvikudaginn 20. apríl en þá stíga á svið fimm ólíkar hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar og hita bæinn upp fyrir næstu daga. Á sumardaginn fyrsta stígur á svið fjölþjóðlegur kvintett Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding þar sem flutt verður brasilísk tónlist í spennandi útsetningum. Á föstudagskvöldinu mætir hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans og flytur skemmtileg lög roma tónlistarmanna frá suðaustur Evrópu.  Á laugardeginum verða þrennir tónleikar og þá koma fram tríó Bjössa Thor og Raggi Bjarna, Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson og hátíðinni lýkur með kvöldtónleikum hins brasilíska Ife Tolentino og þeim Óskari Guðjónssyni og Eyþórs Gunnarssonar þar sem þeir flytja eldri og ný lög.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði jazzhátíðarinnar, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er aðgengileg hér á vef Garðabæjar.