7. apr. 2016

Fylla upp í holur í götum bæjarins

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar vinna þessa dagana að því að fylla upp í holur í götum bæjarins.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar vinna þessa dagana að því að fylla upp í holur í götum bæjarins. Um er að ræða bráðabirgðaviðgerðir sem eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að koma í veg fyrir skemmdir á bílum og dekkjum, að sögn Sigurðar Hafliðasonar, forstöðumanns þjónustumiðstöðvar. Þegar líður á vorið verður farið í varanlegar viðgerðir á holunum og eru það starfsmenn fyrirtækisins Loftorku sem sjá um þær. Stefnt er að því að gera við allar holur í götum.

Sigurður hvetur íbúa til að láta vita af holum í götum sem þarf að fylla í, með því að hafa samband við þjónustuver bæjarins í síma: 525 8500 og netfang: gardabaer@gardabaer.is