1. apr. 2016

Hreinsum bæinn okkar - tökum höndum saman

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður 16.-30. apríl. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 16.-30. apríl. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki.

Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins.

Þau félög/hópar sem vilja taka þátt, með því að taka að sér hreinsunarverk í nærumhverfi sínu, hafi samband við umhverfisstjóra Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfangið: erlabil@gardabaer.is

Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga.

Bæklingur um hreinsunarátak 2016 og vorhreinsun lóða sem verður 17.-27. maí