1. apr. 2016

Teiknimyndasögusamkeppni - Garðabær eftir 40 ár

Bókasafn Garðabæjar efnir til teiknimyndasögusamkeppni í tengslum við Listadaga barna og ungmenna sem verða haldnir í apríl á afmælisári Garðabæjar. Þema teiknimyndasögusamkeppninnar er Garðabær eftir 40 ár.
  • Séð yfir Garðabæ

Bókasafn Garðabæjar efnir til teiknimyndasögusamkeppni í tengslum við Listadaga barna og ungmenna sem verða haldnir í apríl á afmælisári Garðabæjar. Þema teiknimyndasögusamkeppninnar er Garðabær eftir 40 ár. 

14 ára og eldri geta tekið þátt 

Keppt verður í tveimur flokkum, annars vegar almennum flokki 16 ára og eldri og hins vegar í flokki nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum í Garðabæ.  Þátttakendur í almennum flokki þurfa að vera með lögheimili í Garðabæ en auk þess geta nemendur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar tekið þátt í þeim flokki.  Engin takmörk eru á fjölda höfunda á bakvið hverja teiknimyndasögu. 

Skilafrestur til og með 7. apríl  

Skilafrestur er til og með 7. apríl í afgreiðslu Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi.  Veitt verða verðlaun, peningaverðlaun og skissubækur, fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki. Einnig verður sett upp sýning á teiknimyndasögum í bókasafninu á Listadögum barna og ungmenna í lok apríl.

Nánari upplýsingar má sjá hér í meðfylgjandi auglýsingu og í frétt hér á vefsíðu Bókasafnsins.

Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt!