23. mar. 2016

Menning og sund yfir páskana

Hönnunarsafn Íslands verður opið á skírdag og á laugardaginn fyrir páska, sundlaugarnar verða opnar sömu daga og á annan í páskum
  • Séð yfir Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg verður opið kl. 12-17 á skírdag og á laugardaginn fyrir páska. Safnið verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og á annan dag páska.

Í safninu standa nú yfir sýningarnar Geymilegir hlutir, þar sem sýndir eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum og Þríund, þar sem sýnd eru verk þeirra Helgu Ragnhildar Mogensen skartgripahönnuðar, Bjarna Viðars Sigurðssonar keramikers og Anítu Hirlekar fatahönnuðar. Þau þrjú eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir til að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með.

Sundlaugar Garðabæjar verða opnar á skírdag, á laugardaginn fyrir páska og á annan í páskum. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma sundlauganna yfir páska.

Bókasafn Garðabæjar er opið til kl. 19 miðvikudaginn 23. mars en verður lokað yfir páskahátíðina.