18. mar. 2016

Ræddu m.a. samskipti ríkis og sveitarfélaga

Bæjarstjóri átti morgunfund með fjármálaráðherra þar sem m.a. var rætt um samskipti ríkis og sveitarfélaga
  • Séð yfir Garðabæ

Fjármálaráðherra átti morgunverðarfund með bæjarstjóra í morgun á skrifstofu þess síðarnefnda.

Á fundinum var farið vítt yfir sviðið hvað varðar mál sem snerta bæði ríki og sveitarfélög.

Á meðal þess sem bar á góma var land ríkisins á Vífilsstöðum, samskipti ríkis og sveitarfélaga, stjórnsýsla ríkisins, samgöngumál og rekstur hjúkrunarheimila. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að eftir fundinn hafi hann sannfæringu fyrir að málefni hjúkrunarheimila verði skoðuð alvarlega af hálfu ríkisins.

Gunnar segir fundinn hafa verið upplýsandi og hreinskiptinn og að alltaf sé skemmtilegt að fá ráðherra í heimsókn, ekki síst þá sem búa í bæjarfélaginu.