Góð þjónusta hjá þjónustumiðstöð
Það er alltaf gaman að fá hrós, sérstaklega þegar það er verðskuldað og sett fram af einlægni. Hrós dagsins fá starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar.
Eftirfarandi færsla var birt í fésbókarhópnum Garðabær-íbúar nýlega og fékkst leyfi til að birta hana á þessum vettvangi.
"Í morgun hafði ég samband við þjónustver Garðabæjar. Ég óskaði eftir því að fá auka ruslatunnu við húsið hjá mér. Mér var gefið samband við Matta í Áhaldahúsi. Ekki svaraði hann. Mér var sagt að skilaboðum yrði komið áleiðis - en einhvernvegin bjóst ég við því að þurfa að hringja aftur eftir helgi ... og síðan aftur ... og aftur ..
30 mínútum síðar - var búið að koma auka tunnu fyrir á réttum stað!
Vel gert Garðabær!!"
Frá því að færslan var birt hafa um 370 manns "lækað" hana og nokkrar athugsemdir við hana eru í svipuðum dúr. Hér eru tvö dæmi:
" Sama saga hér. Ég bað um að brotin lok á ruslatunnum yrðu löguð. Ég var varla búin að sleppa símanum og ég meina það, varla sleppa símanum, þegar menn frá bænum mættu á svæðið."
"Sama hér, trúði ekki mínum eigin augum þegar pappírstunnan var komin seinna sama dag og ég hringdi."
Garðabær þakkir hrósið og tekur það sem hvatningu til að halda áfram að gera vel og jafnvel enn betur í þjónustu við íbúa.