8. mar. 2016

Rafmagnslaust verður í Sjálandshverfi og Skeiðarási aðfaranótt fimmtudags, 10. mars frá kl. 00-06

Rafmagnslaust verður í Sjálandshverfi og nokkrum húsum í Skeiðarási aðfaranótt fimmtudagsins 10. mars vegna viðgerða í dreifistöð HS orku.
  • Séð yfir Garðabæ

Rafmagnslaust verður í nokkrum götum í Sjálandshverfi og fjórum húsum í Skeiðarási aðfaranótt fimmtudagsins 10. mars frá klukkan 00 - 06 vegna viðgerða í dreifistöð HS orku.

Um er að ræða Löngulínu 2-12, Strikið 1, 3, 6, 8, 10 og 12, 17. júní torg 1, 3, 5 og 7, Sjálandsskóla og Skeiðarás 3, 8, 10 og 12.