Kynningar á grunnskólum í Garðabæ
Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleik um skólastarfið.
Kynningar verða sem hér segir:
Álftanesskóli
Opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk haustið 2016 verður fimmtudaginn 17. mars kl. 17.30. Kynningarfundur verður á sal skólans. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann og Frístund/tómstundaheimilið í fylgd starfsmanna. Foreldrar geta einnig komið í heimsókn og kynnt sér skólann eftir samkomulagi.Sími skrifstofu Álftanesskóla er 540-4700.
Veffang Álftanesskóla er: www.alftanesskoli.is
Flataskóli
Kynningarfundur fyrir börn sem hefja nám í 1. bekk næsta haust og fjölskyldur þeirra verður í sal Flataskóla þriðjudaginn 8. mars kl. 17.00. Kynning verður á skólastarfinu og skólahúsnæðið sýnt. Þennan sama dag kl. 18.00 er einnig kynning fyrir foreldra og börn sem vilja kynna sér starf skólans fyrir fjögurra og fimm ára gömul börn. Þeir sem ekki komast á fyrrgreindum tímum geta haft samband við skólann og bókað heimsókn eftir samkomulagi.Sími skrifstofu Flataskóla er 565-8560.
Veffang Flataskóla er www.flataskoli.is
Garðaskóli
Kynningarfundir fyrir nemendur og foreldra verða haldnir mánudaginn 14. mars kl. 17.30 og þriðjudaginn 15. mars kl. 20.00 á sal skólans. Sagt verður frá helstu þáttum í starfi skólans og gestum síðan boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda. Þeir sem komast ekki á fyrrgreindum tíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað heimsókn eftir samkomulagi.Sími skrifstofu Garðaskóla er 590-2500. Veffang Garðaskóla www.gardaskoli.is
Hofsstaðaskóli
Kynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra nemenda í 1. bekk haustið 2016 verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 17.30-18.30. Nemendur og starfsmenn kynna skólann og segja frá því sem þeim finnst markverðast í starfinu. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann og tómstundaheimilið Regnbogann í fylgd nemenda og starfsmanna. Foreldrar annarra nýnema eru velkomnir á kynninguna. Þeir sem komast ekki á fyrrgreindum tíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað kynningu eftir samkomulagi.
Sími skrifstofu Hofsstaðaskóla er 590-8100.
Veffang Hofsstaðaskóla er www.hofsstadaskoli.is
Sjálandsskóli
Kynningarfundir fyrir foreldra væntanlegra 1. og 8. bekkinga verða haldnir í skólanum fimmtudaginn 10. mars. Kynning fyrir 1. bekk og yngra stig verður haldin kl. 16.30 og fyrir unglingastig kl. 17.30. Að loknum kynningum verður gestum boðið að skoða skólann, félagsmiðstöðina Klakann (unglingastig) og tómstundaheimilið Sælukot (yngsta stig) í fylgd starfsmanna og nemenda. Þeir sem ekki komast á fyrrgreindum tíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað kynningu eftir samkomulagi.
Sími skrifstofu Sjálandsskóla er 590-3100.
Veffang Sjálandsskóla er www.sjalandsskoli.is
Barnaskóli Hjallastefnunnar
Kynningarfundur fyrir börn sem hefja nám á 6 ára kjarna næsta haust og fjölskyldur þeirra verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 18.00 á sal skólans. Kynning verður á skólastarfinu og skólahúsnæðið verður til sýnis. Þeir sem ekki komast á fyrrgreindum tíma geta haft samband við skólann og bókað heimsókn eftir samkomulagi.
Sími skrifstofu Barnaskóla Hjallastefnunnar er 555-7710.
Veffang Barnaskóla Hjallastefnunnar er www.hjalli.is/barnaskolinn/
Alþjóðaskólinn (International School of Iceland):
Foreldrar og forráðamenn eru ávallt velkomnir á þeim tíma sem hentar þeim best en nauðsynlegt er að hafa samband á undan til að bóka kynningu og leiðsögn um skólann.
Sími skrifstofu Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er 590-3106 eða 690-3100.
Veffang Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er www.internationalschool.is/