26. feb. 2016

Forkeppni Nótunnar á mánudaginn

Um 15 atriði eru skráð í forkeppni Tónlistarskóla Garðabæjar vegna Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla 2016
  • Séð yfir Garðabæ

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla fer nú fram í sjöunda sinn.

Forkeppni Tónlistarskóla Garðabæjar haldin í sal tónlistarskólans mánudaginn 29. febrúar næstkomandi kl. 17.00. Um 15 atriði hafa verið skráð til leiks og af þeim verða 3-4 atriði valin áfram til þátttöku í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes. Svæðistónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi laugardaginn 12. mars. 

Lokahátíð Nótunnar fer fram í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 10. apríl nk. 

Nótan er samstarfsverkefni FT félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafns Íslands. Grunnhugsun og markmið hátíðarinnar er að þátttakendur komi frá öllu landinu, séu á öllum aldri og endurspegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnáms.