19. feb. 2016

Bókaþrautir og bíósýningar á bókasafninu

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi dagana 15.-19. febrúar þegar grunnskólarnir í Garðabæ voru í vetrarfríi. Yngri nemendur gátu hlýtt á sögustund á morgnana og á hverjum degi var boðið upp á bíósýningu á fyrstu hæð safnsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi dagana 15.-19. febrúar þegar grunnskólarnir í Garðabæ voru í vetrarfríi.  Yngri nemendur gátu hlýtt á sögustund á morgnana og á hverjum degi var boðið upp á bíósýningu á fyrstu hæð safnsins. Þar voru Harry Potter myndir sýndar og að sjálfsögðu var boðið upp á popp og krakkarnir létu fara vel um sig á meðan á sýningunum stóð.  Einnig var hægt að spila spil, púsla, lita í litabækur og glugga í skemmtilegar bækur í safninu.  Gestir gátu einnig leyst bókaþrautir og svarað getraun og dregið var úr réttum lausnum í lok vikunnar þar sem heppnir vinningshafar hlutu bókaverðlaun.

Á vef Bókasafns Garðabæjar er hægt að finna margvíslegan fróðleik og auk þess heldur safnið úti skemmtilegri fésbókarsíðu.