12. feb. 2016

Fjör í Álftaneslaug

Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt sem var haldin laugardagskvöldið 6. febrúar sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt sem var haldin laugardagskvöldið 6. febrúar sl.  Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð og fjölmargar sundlaugar af öllu höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í ár.  Þetta var í þriðja sinn sem Álftaneslaug tók þátt í Sundlauganótt og boðið var upp á dagskrá í lauginni í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar.  Ókeypis aðgangur var í sundlaugina frá kl. 16 til miðnættis.  

Yngstu gestirnir gátu farið í dótasund í innilauginni, diskóið var á sínum stað í öldulauginni sem ásamt heitu pottunum var skemmtilega upplýst í tilefni kvöldins.  Í ár var aftur boðið upp á zumbakennslu í lauginni og tókst vel til. Ungir og efnilegir nemendur í rytmískri hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar spiluðu fyrir sundlaugargesti sem sátu og nutu tónlistarinnar í heitu pottunum.

Fleiri myndir frá Sundlauganótt má sjá á fésbókarsíðu Garðabæjar.