Opið hús á Safnanótt og fjör í Álftaneslaug á Sundlauganótt
Söfn í Garðabæ bjóða gestum og gangandi í heimsókn á Safnanótt sem verður haldin í kvöld, föstudagskvöldið 5. febrúar frá 19 til miðnættis. Á morgun laugardaginn 6. febrúar tekur Álftaneslaug þátt í Sundlauganótt og þar verður ókeypis aðgangur frá kl. 16 til miðnættis. Safnanótt og Sundlauganótt eru hluti af Vetrarhátíð, www.vetrarhatid.is.
Dagskrá á Safnanótt í Garðabæ
Dagskrá í Álftaneslaug á Sundlauganótt
Vasaljósalestur, álfar og tröll, tónlist, smiðjur, spáð í spilin, bíó og popp
Í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi og í safninu á Álftanesi verður margt um að vera fyrir alla aldurshópa. Í safninu á Garðatorgi verður vasaljósalestur fyrir yngri gesti safnsins, áhugavert eridni um álfa og tröll, spákona á staðnum,ljóðasmiðja, kynning á vinabæjamóti, tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Garðabæjar, Valdimar Guðmundsson og Ómar Guðjónsson flytja vel valin lög.
Í útibúinu á Álftanesi verður origami/föndurmiðja, tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Garðabæjar, Agla Bríet kemur fram og syngur í báðum söfnunum og í lok kvölds verður hægt að gæða sér á poppi og horfa á teiknimyndir í söfnunum.
Áhugaverðar leiðsagnir í Hönnunarsafninu
Nemendur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar spila stórt hlutverk þetta kvöld í Hönnunarsafninu en þeir ætla að segja frá . Boðið verður upp á leiðsagnir um sýningarnar Geymilegir hlutir og Ísland er svo keramískt á Safnanótt. Einnig spila nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ stórt hlutverk á safninu þetta kvöld og segja frá áhugaverðum gripum á sinn eigin hátt.
Opið hús í Króki á Garðaholti
Burstabærinn Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Opið hús verður í Króki á Safnanótt, bílastæði eru við samkomuhúsið á Garðaholti við gatnamót Garðavegar og Garðaholtsvegar.
Sundlauganótt laugardaginn 6. febrúar í Álftaneslaug
Fjölmennt hefur verið í Álftaneslaug á Sundlauganótt og greinilegt að gestir hafa kunnað vel að meta að geta farið í kvöldsund að loknum degi á skíðum eða annarri útiveru. Á sundlauganótt verður boðið upp á dótasund, kajakkynningu, öldudiskó, zumba, tónlistaratriði og kvöldið endað á rólegheita stemningu í lauginni.