28. jan. 2016

Manstu Garðaskóla?

Garðaskóli leitar eftir myndum, sögum eða minjagripum úr sögu skólans
  • Séð yfir Garðabæ

Garðaskóli fagnar 50 ára afmæli 11. nóvember næstkomandi. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í skólanum. Liður í þeirri hátíð verður sögusýning sem nemendur og starfsfólk vinna saman að.

Fyrrverandi nemendur og aðrir velunnarar Garðaskóla og Garðalundar eru hvattir til að senda skólanum efni sem hugsanlega getur nýst sem heimild um hið mikla, skemmtilega og fjölbreytta starf sem fram hefur farið í skólanum á undanförnum fimm áratugum.

Lumar þú á ljósmynd, minningu, skemmtisögu, minjagrip eða öðru sem tengist Garðaskóla eða Garðalundi? Ertu til í að lána skólanum þetta?

Hafðu þá samband við Hildi Rudolfsdóttur kennsluráðgjafa í síma 590 2500 eða netfanginu hildurr@gardaskoli.is .