8. jan. 2016

Fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf

Í Garðabæ er boðið upp á fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Fjölmörg félög eru þessa dagana að taka við skráningum í námskeið á vorönn.
  • Séð yfir Garðabæ

Í Garðabæ er boðið upp á fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.  Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá lista yfir félög og aðra sem eru með æskulýðs og íþróttastarf í Garðabæ.  Þar er stutt lýsing um hvert félag og það starf sem er í boði og tenging yfir á vefsíður félaganna.  Fjölmörg félög eru þessa dagana að taka við skráningum í námskeið á vorönn. 

Hvatapeningar 2016

Garðabær veitir öllum börnum 5-18 ára hvatapeninga árlega til að greiða niður æskulýðs- og íþróttastarf. Hvatapeninga er hægt að nota vegna starfs sem tekur að lágmarki 10 vikur. Hvatapeningar ársins 2016 eru 30.000 krónur á barn.  Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvatapeninga og reglur um úthlutun þeirra.

Frístundabíll

Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:30 á vorönn frá 5. janúar til og með 8. júní með hléi í páskafríinu, alls 103 daga á vorönn.  Hér má sjá nánari upplýsingar um leiðakerfi, skráningu og kostnað í frístundabílinn.