Þjónustukönnun fyrir íbúa og viðskiptavini
Búið er að opna fyrir rafræna þjónustukönnun fyrir íbúa og viðskiptavini Garðabæjar á vef Garðabæjar. Könnunin tekur til þjónustu sem veitt hefur verið á bæjarskrifstofum og í áhaldahúsi/þjónustumiðstöð síðustu 30 daga.
Búið er að opna fyrir rafræna þjónustukönnun fyrir íbúa og viðskiptavini Garðabæjar á vef Garðabæjar. Könnunin tekur til þjónustu sem veitt hefur verið á bæjarskrifstofum og í áhaldahúsi/þjónustumiðstöð síðustu 30 daga. Könnun þessi er liður í undirbúningsvinnu fyrir nýja þjónustustefnu Garðabæjar sem verður kynnt á vormánuðum.
Allir þeir sem nýtt hafa sér þjónustu bæjarskrifstofanna eða áhaldahúss/þjónustumiðstöðvar eru hvattir til þess að taka þátt og niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til þess að bæta þjónustuna enn frekar í Garðabæ. Finna má hlekk í könnunina hægra megin á forsíðu vefs Garðabæjar en einnig má smella hér til að nálgast könnunina.