30. nóv. 2015

Spá óveðri þriðjudaginn 1. desember

Almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna óveðurs með stormi og skafrenningi í fyrramálið, þriðjudaginn 1. desember
  • Séð yfir Garðabæ

Almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna óveðurs með stormi og skafrenningi í fyrramálið, þriðjudaginn 1. desember. Forráðamenn barna og ungmenna eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri.

Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs og skólarnir verða opnir nemendum. Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður verður að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Velji þeir að halda börnum sínum heima er rétt að hringja á skrifstofu skólans og láta vita.

Verklagsreglur um röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Ekki fara af stað á illa búnum bílum

Í þjónustumiðstöð Garðabæjar eru menn búnir undir óveðrið. Snjóruðningstæki fara af stað kl 04:00 í nótt og þá hefst snjómokstur á stofngötum, forgangsstígum, skólum og stofnanalóðum. Húsagötur og aðrir stígar mæta síðan afgangi eftir því sem veður gengur niður. Rétt er að biðja fólk um að vera þolinmótt eða halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Ekki er skynsamlegt að fara af stað á illa búnum bílum því það tefur snjómokstur í götunni ef bílar sitja fastir.