18. nóv. 2015

Íbúafundir um aðalskipulag Garðabæjar

Boðað er til íbúafunda um stefnumótun í aðalskipulagi en unnið er að fyrsta aðalskipulagi sameinaðs sveitarfélags
  • Séð yfir Garðabæ

Skipulagsnefnd Garðabæjar boðar hér með til íbúafunda um stefnumótun í aðalskipulagi en nú er unnið að fyrsta aðalskipulagi sameinaðs sveitarfélags.

Drög að aðalskipulagi Garðabæjar -

íbúafundir

Í Álftanesskóla, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17-19
Í Flataskóla, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17-19

Dagskrá:

  1. Vinna við gerð aðalskipulags kynnt. Gerð verður grein fyrir stöðu verksins og þeim skipulagskostum sem þarf að meta og taka ákvarðanir um áður en gengið verður frá tillögu að nýju aðalskipulagi.
  2. Opnar umræður og spurningum svarað.

Í kjölfar fundanna verður hægt að koma ábendingum og hugmyndum til skila með því að fylla út form á vef Garðabæjar. Tekið verður á móti hugmyndum og ábendingum til 11. janúar 2016.

Einnig verður hægt að óska eftir fundum um einstök málefni með skipulagsráðgjöfum og skipulagsstjóra.

Kemstu ekki?

Fundirnir verða sendir beint út á vef Garðabæjar á slóðinni: http://www.gardabaer.is/utsending

Deiliskipulag Heiðmerkur - íbúafundur

Einnig er boðað til fundar þar sem tillaga að deiliskipulagi Heiðmerkur, sem kallar á breytingu á núgildandi aðalskipulagi, verður kynnt ásamt álitamálum sem varða opin svæði við mótun aðalskipulagstillögunnar.

Fundur vegna deiliskipulags Heiðmerkur og opinna svæða verður haldinn sem hér segir.

Í Flataskóla, þriðjudaginn 1.desember kl. 17.00-19.00.

Íbúafundirnir á facebook