16. nóv. 2015

Stjarnan Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna

Laugardaginn 14. nóvember síðastliðinn varð meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni Norðurlandameistari í hópfimleikum í fyrsta sinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 14. nóvember varð meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni Norðurlandameistari í hópfimleikum í fyrsta sinn.  Mótið var haldið í Vodafone höllinni að Hlíðarenda fyrir fullu húsi og var mikil stemmning hjá Stjörnufólki á staðnum sem hvatti sitt lið af miklum krafti.  Stjarnan tryggði sér sigurinn með frábærum æfingum og sigraði með 57,933 stigum. Í öðru og þriðja sæti voru lið frá Svíþjóð og lið Gerplu lenti í 4. sæti.

Stjarnan átti einnig lið í flokki blandaðra liða sem stóð sig mjög vel og lenti í 7. sæti.

Hægt er að lesa meira um þennan glæsilega sigur á heimasíðu Stjörnunnar, www.stjarnan.is. Myndir með fréttinni eru frá yfirþjálfara Norðurlandameistaranna, Niclaes Jerkeholt.