13. nóv. 2015

Hjaltalín sló í gegn á Garðatorgi

Hljómsveitin Hjaltalín steig á svið á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 12. nóvember sl. Garðbæingar og gestir fjölmenntu á Garðatorgið og kunnu vel að meta tónlist hljómsveitarinnar
  • Séð yfir Garðabæ

Hljómsveitin Hjaltalín steig á svið á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 12. nóvember sl. Garðbæingar og aðrir tónlistarunnendur fjölmenntu á Garðatorgið og kunnu vel að meta tónlist hljómsveitarinnar. Hljómsveitinni var fagnað vel og lengi í lok tónleika og þakkaði hún fyrir sig með aukalagi.

Tónleikarnir voru á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar undir yfirskriftinni Tónlistarveisla í skammdeginu. 

Skemmtileg kaffihúsastemmning var á torginu þar sem búið var að raða upp stólum og borðum og Lionsklúbbur Garðabæjar seldi veitingar. Jólaskreytingar eru komnar upp og verslanir höfðu einnig opið í tilefni af tónlistarveislunni. Fjölmargir lögðu líka leið sína í Gróskusalinn á Garðatorgi þar sem myndlistarfélagið Gróska opnaði haustsýningu sama kvöld undir yfirskriftinni "Garðabær - bærinn minn". Sýningin verður opin til sunnudags 15. nóvember frá kl. 14-18.  

Sjá einnig fleiri myndir á fésbókarsíðu Garðabæjar.